27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Sigraði í nemakeppni Kornax

Sigurvegarinn og meistarinn Björgvin Páll Gústafsson sést hér ásamt meistara sínum Jóa Fel við vinningsborð sitt.
Sigurvegarinn og meistarinn Björgvin Páll Gústafsson sést hér ásamt meistara sínum Jóa Fel við vinningsborð sitt.
HIN árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn dagana 17. til 18 maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð.
HIN árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn dagana 17. til 18 maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð.

Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og að henni standa Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Kornax sem er aðalstuðningsaðili keppninnar.

Að þessu sinni kepptu fjórir nemar til úrslita, þeir Aron Egilsson, Bakarameistaranum, Axel Þorsteinsson, Kökuhorninu, Björgvin Páll Gústavsson, Hjá Jóa Fel. og Þorkell Marvin Halldórsson, Brauðgerð Ólafsvíkur.

Úrslit urðu þau að Björgvin Páll Gústafsson bar sigur úr býtum. Stjórnandi keppninnar var Ingólfur Sigurðsson, bakarameistari og kennari.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.