27. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Fyrsta kona í forsetaembætti ETUC

Kosning forseta, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna fór fram á 11. þingi Evrópusamtaka verkalýðsfélaga í gær, 22. maí. Í embætti forseta samtakanna til næstu fjögurra ára var kosin Wanja Lundby-Wedin, forseti sænska alþýðusambandsins.
Kosning forseta, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna fór fram á 11. þingi Evrópusamtaka verkalýðsfélaga í gær, 22. maí.

Í embætti forseta samtakanna til næstu fjögurra ára var kosin Wanja Lundby-Wedin, forseti sænska alþýðusambandsins. Er þetta í fyrsta sinn að kona gegnir þessu embætti og undirstrikar aukna áherslu samtakanna á jafnréttismál.

Þetta kemur fram á vefsíðu Alþýðusambands Íslands. John Monks var endurkjörin framkvæmdastjóri ETUC fyrir næstu fjögur ár ásamt öðrum lykilstarfsmönnum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.