27. maí 2007 | Auðlesið efni | 119 orð | 1 mynd

Fianna Fáil með mest fylgi

Bertie Ahern á kosninga-stað á fimmtu-dag.
Bertie Ahern á kosninga-stað á fimmtu-dag. — REUTERS
Á fimmtud-daginn voru haldnar þing-kosningar á Ír-landi. Á göstu-daginn leit út fyrir að Bertie Ahern, forsætis-ráðherra Ír-lands síðast-liðin 10 ár, yrði áfram við völd.
Á fimmtud-daginn voru haldnar þing-kosningar á Ír-landi. Á göstu-daginn leit út fyrir að Bertie Ahern, forsætis-ráðherra Ír-lands síðast-liðin 10 ár, yrði áfram við völd. Flokkur hans, Fianna Fáil, hafði sam-kvæmt útgöngu-spá írska ríkis-útvarpsins, RTÉ, tryggt sér 41,6% at-kvæða í kosningunum.

Helsti stjórnar-andstöðu-flokkurinn, Fine Gael, jók fylgi sitt um 4% og fær nú 26,3%. Ekki var þó út-lit fyrir að Fine Gael og Verkamanna-flokknum tækist að fella samsteypu-stjórn Fianna Fáil og Fram-sækinna demó-krata, sem er lítill mið-hægri-flokkur sem tapar þó-nokkru fylgi. Skýringin er einkum sú að Verkamanna-flokkurinn tapaði líka fylgi.

Pat Rabbitte, leið-togi Verkamanna-flokksins, játaði sig sigraðan um miðjan dag á föstu-dag en Enda Kenny, leið-togi Fine Gael, vildi ekki strax viður-kenna að Bertie Ahern yrði áfram við völd.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.