27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hvítasunna verði þjóðahátíð

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar og bjóða sérstaklega útlendingum og aðkomufólki að koma og lesa texta þessarar hátíðar á eigin tungumálum.
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar og bjóða sérstaklega útlendingum og aðkomufólki að koma og lesa texta þessarar hátíðar á eigin tungumálum.

Í bréfi til presta segir biskup að lexía Postulasögunnar um hvítasunnudag segi frá "er andinn kom yfir lærisveinana og þeir "tóku að tala öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla." Undur hvítasunnunnar, kraftaverkið sem hratt þeirri hnattvæðingu af stað sem er kristin kirkja, var í því fólgið að fólk hvaðanæva skildi boðskapinn, "heyrði þá tala á sínum eigin tungum um stórmerki Guðs."" "Ég hef hvatt til þess að við gerum messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar."

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.