27. maí 2007 | Minningargreinar | 273 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist 1. september 1918 í Sigluvík í Vestur-Landeyjum. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. maí sl.

Útför Sigurbjargar fór fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 21. maí sl.

Nú er hún Bagga mín dáin. Sennilega hvíldinni fegin. Hún var búin að vera svo veik síðustu mánuðina.

Mér finnst samt skrítið að eiga ekki eftir að sjá hana aftur. Hún var alltaf svo létt í lundu þegar við hittumst og eljan ótrúleg. Þrátt fyrir sjónleysi heklaði hun fram á síðustu stundu og nýfætt barnabarn okkar á teppi eftir hana.

Ég kynntist Böggu fyrst þegar ég kom í heimsókn og gisti heima hjá Steinu vinkonu minni dóttur hennar eftir að við höfðum verið saman á Húsmæðraskólanum Ósk árið 1960. Ég átti oft eftir að gista og koma að Ytri-Grund og það var eins og hún ætti í mér hvert bein frá fyrstu stund. Heimilið á Ytri-Grund var mannmargt og gestkvæmt þar.

Fljótlega eftir að við kynntumst eignaðist hún yngsta son sinn Kjartan sem varð ellistoð móður sinnar. Hún kom á heimili hans og Þóru konu hans og dætra þeirra eftir að Felix dó og naut þar góðs atlætis. Ég hitti hana líka oft hjá Steinu vinkonu minni sem hún dvaldi oft hjá um helgar. Bagga hafði ótrúlega græna fingur. Hún kom öllum plöntum til.

Hún þurfti ekki nema stein úr ávöxtum til að fá stærðartré. Felix byggði sumarbústað í Grímsnesi á efri árum og átti hún þar margar góðar stundir með börnum sínum á seinni árum ævi sinnar. Ég vil þakka henni alla gæsku við mig og sendi öllum ástvinum hennar samúðarkveðjur frá mér og Júlíusi.

Guð geymi Sigurbjörgu Guðmundsdóttur.

Jóna K. Sigurðardóttir.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.