27. maí 2007 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Dunst gerir stuttmynd

— Reuters
LEIKKONAN Kirsten Dunst ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta skipti í sumar, en hún mun þá gera stuttmynd. Um er að ræða draugasögu sem Dunst skrifar sjálf, en er byggð á bréfi sem lesandi Glamour tímaritsins sendi til blaðsins.
LEIKKONAN Kirsten Dunst ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta skipti í sumar, en hún mun þá gera stuttmynd. Um er að ræða draugasögu sem Dunst skrifar sjálf, en er byggð á bréfi sem lesandi Glamour tímaritsins sendi til blaðsins.

Dunst, sem er 25 ára, segist fá að ráða öllu sjálf. "Ég vel bréfið, skrifa handritið og vel alla sem ég vil vinna með. Það er frábært," segir leikkonan unga.

Glamour tímaritið stendur að verkefninu sem miðar að því að fá konur til þess að gera myndir sem byggðar eru á bréfum sem berast til blaðsins. Meðal þeirra sem áður hafa gert slíkar myndir eru Jennifer Aniston og Robin Wright Penn.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.