Tveir góðir Newman ásamt Tom Hanks í Road To Perdition.
Tveir góðir Newman ásamt Tom Hanks í Road To Perdition.
BANDARÍSKI leikarinn Paul Newman hefur tekið ákvörðun um að hætta alfarið að leika í kvikmyndum. Newman, sem er orðinn 82 ára gamall, ætlar í staðinn að einbeita sér að rekstri veitingahúss sem hann á nærri heimili sínu í Westport í Connecticut.
BANDARÍSKI leikarinn Paul Newman hefur tekið ákvörðun um að hætta alfarið að leika í kvikmyndum. Newman, sem er orðinn 82 ára gamall, ætlar í staðinn að einbeita sér að rekstri veitingahúss sem hann á nærri heimili sínu í Westport í Connecticut.

"Ég hef verið að þessu í hálfa öld. Það er nóg. Ég get ekki lengur leikið með þeim hætti sem ég vil leika," sagði leikarinn í viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America.

Newman hlaut Óskarsverðlaunin árið 1986 fyrir leik sinn í The Color of Money þar sem hann lék Eddie Felson, fyrrum billjard-stjörnu sem kennir ungum manni að svindla.

Síðasta myndin sem Newman lék í var Road to Perdition árið 2002, en þar lék hann á móti Tom Hanks og Jude Law. Hann talaði þó fyrir Doc Hudson í tölvuteiknimyndinni Cars sem frumsýnd var í fyrra.

Þekktastur er Newman líklega fyrir hlutverk sín á móti Robert Redford í Butch Cassidy and the Sundance Kid og The Sting .