27. maí 2007 | Velvakandi | 215 orð | 1 mynd

dagbók / velvakandi

svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 / velvakandi@mbl.is

<div class="article"><h4>Hlé gert á hjólaferð</h4>FLESTIR Íslendingar vita að það geta skipst á skin og skúrir. Þegar stutt haglhríð reið yfir miðborgina var lítið annað fyrir stúlkuna að gera en að leita sér skjóls.

Hlé gert á hjólaferð

FLESTIR Íslendingar vita að það geta skipst á skin og skúrir. Þegar stutt haglhríð reið yfir miðborgina var lítið annað fyrir stúlkuna að gera en að leita sér skjóls. — Morgunblaðið/G.Rúnar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vor í VaglaskógiÓ HVÍLÍK fegurð, hvílík dýrð og lóan syngur sitt dýrðarinnar dí. Þetta er það sem kemur upp í huga minn bjarta sumarmorgna sitjandi við eldhúsborðið að sötra morgunkaffið, nývakinn af fuglasöng. Já, það er vor í lofti.

Vor í Vaglaskógi

Ó HVÍLÍK fegurð, hvílík dýrð og lóan syngur sitt dýrðarinnar dí. Þetta er það sem kemur upp í huga minn bjarta sumarmorgna sitjandi við eldhúsborðið að sötra morgunkaffið, nývakinn af fuglasöng. Já, það er vor í lofti. Vorið, tími lautarferða og rauðköflóttra vaxdúka. Mér líður eins og ég sé kominn alla leið á Nautnaeyju þar sem ég gæði mér á frönskum rauðvínum, ostum og vínberjum. Þetta eru sérstaklega ánægjulegar stundir eftir að hafa setið inni svo hrímköldum vetrarmánuðum skipti. Þá get ég loks svipt af mér gráfeldinum og flogið út um gluggann ásamt hinum smáfuglunum. Því hvet ég landann til þess að hrista af sér slenið og njóta hinna fáu sumardaga og -nátta sem bjóðast okkur hér á Fróni. Ljáum okkur vængi.

Böðvar.

Gamlar ljósmyndir

ÉG HEF í fórum mínum talsvert magn af gömlum ljósmyndum og vantar aðstoð við að greina hverjir eru á þessum myndum. Fólkið á myndunum tengist fjölskyldunni að Fellsenda í Dalasýslu á einn eða annan hátt.

Í fjölskyldunni voru:

Ólafur Finnsson (1851-1927), Guðrún Tómasdóttir (1854-1940), Finnur Ólafsson (1880-1957), Þórdís Ólafsdóttir (1886-1929), Jóhanna Ólafsdóttir (1890-1929)

Þessar ljósmyndir er hægt að sjá hér: http://fellsendi.bloggar.is. Vilji svo vel til að þú þekkir einhvern á þessum myndum viltu þá vera svo væn/vænn að deila þeim upplýsingum með mér. Sími: 5577596/8990489 eða sigridur.hjordis@internet.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.