27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð

Grunuð um stórfelld fjársvik

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók seint á föstudagskvöld 35 ára gamla konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik með því að hafa misnotað stolin greiðslukort til að svíkja út fé.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók seint á föstudagskvöld 35 ára gamla konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik með því að hafa misnotað stolin greiðslukort til að svíkja út fé. Að sögn lögreglunnar mun viðkomandi hafa farið í hraðbanka og leyst út fé fyrir á aðra milljón króna.

Konan var sett í fangageymslu á lögreglustöð og stóð til að yfirheyra hana í gær, laugardag. Rannsóknardeild lögreglunnar fer með málið sem auðgunarbrotamál.

Samkvæmt auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga varðar þjófnaður á fjármunum eða orkuforða allt að sex ára fangelsisvist. Niðurstaða úr rannsókn lögreglunnar mun leiða til ákvörðunar um hvort ákæruvaldið muni gefi út ákæru með kröfu um refsingu á hendur sakborningnum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.