27. maí 2007 | Staksteinar | 144 orð | 1 mynd

Góður kostur

STAKSTEINAR

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er góður kostur fyrir Framsóknarmenn, sem varaformaður Framsóknarflokksins. Sameiginlega yrðu þau Guðni Ágústsson sterkir forystumenn. Valgerður hefur vaxið mikið í starfi.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er góður kostur fyrir Framsóknarmenn, sem varaformaður Framsóknarflokksins. Sameiginlega yrðu þau Guðni Ágústsson sterkir forystumenn.

Valgerður hefur vaxið mikið í starfi. Á meðan hún gegndi starfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafði Morgunblaðið ýmislegt við störf hennar að athuga, sem hún tók óstinnt upp og ekkert við því að segja.

Hins vegar fer ekki á milli mála, að Valgerður Sverrisdóttir var góður utanríkisráðherra. Hún tók vissar lykilákvarðanir, ekki sízt í sambandi við afskipti okkar Íslendinga af hjálparstarfi í öðrum löndum, sem voru réttar.

Vegur hennar hefur vaxið.

Hún gengur galvösk fram til baráttu á vettvangi stjórnmálanna.

Telja verður víst að Valgerður verði kjörin varaformaður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins innan tíðar.

Þeirra Guðna Ágústssonar bíður mikið verkefni að hefja Framsóknarflokkinn upp úr þeirri lægð, sem hann er kominn í.

Segja má, að sókn Framsóknarflokksins til fylgisaukningar á suðvesturhorninu hafi mistekizt. Hvaða gera menn þá?

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.