27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Brautskráning frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ

BRAUTSKRÁNING frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram laugardaginn 19. maí sl. Alls voru brautskráðir 45 nemendur – 44 stúdentar og 1 nemandi á starfsbraut. Í hópi stúdenta voru 6 sem luku námi eftir 3 ára nám.
BRAUTSKRÁNING frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram laugardaginn 19. maí sl.

Alls voru brautskráðir 45 nemendur – 44 stúdentar og 1 nemandi á starfsbraut. Í hópi stúdenta voru 6 sem luku námi eftir 3 ára nám. Þeir voru í svonefndum HG – hóp sem starfað hefur undir kjörorðunum Hópur – Hraði – Gæði. Hópurinn er þjónusta við sterka nemendur sem hefur skilað frábærum árangri. Skv. upplýsingum skólans hefur áhugi og dugnaður þessara nemenda verið smitandi fyrir alla nemendur skólans. Úr HG – hópnum kom dúx skólans, Edda Sif Pálsdóttir, stúdent á félagsfræðabraut. Hún lauk námi með frábærum árangri með 9,63 í meðaleinkunn. Gospelskór Jóns Vídalíns söng í byrjun athafnarinnar. Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari greindi síðan frá starfsemi skólans og afhenti nemendum skírteini. Í ávarpi til brautskráðra nemenda hvatti skólameistari nemendur til að rækta með sér sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu og stunda sjálfsrækt. Hann ræddi um ýmsar aðferðir til að láta gott af sér leiða.

Inga Lind Karlsdóttir, formaður skólanefndar, flutti ávarp og gat þess að nú stæði til að byggja við skólann vegna fjölgunar nemenda. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, flutti ávarp og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.