27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Síldin horuð

Síldinni landað Aðalsteinn Jónsson SU11 landaði þúsund tonnum af frystri síldá Eskifirði í gærmorgun.
Síldinni landað Aðalsteinn Jónsson SU11 landaði þúsund tonnum af frystri síldá Eskifirði í gærmorgun. — Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
FYRSTU síldinni á vertíðinni var landað á Eskifirði í gær, þegar Aðalsteinn Jónsson SU 11 kom að landi með eitt þúsund tonn. Að sögn Karls Más Einarssonar útgerðarstjóra veiddist síldin norður af Rauðatorginu, austur af Glettingi.
FYRSTU síldinni á vertíðinni var landað á Eskifirði í gær, þegar Aðalsteinn Jónsson SU 11 kom að landi með eitt þúsund tonn. Að sögn Karls Más Einarssonar útgerðarstjóra veiddist síldin norður af Rauðatorginu, austur af Glettingi. Veiðiferðin stóð yfir í viku og fer Aðalsteinn Jónsson aftur á síldarmiðin eftir löndun.

Síldin er í magrara lagi að sögn Karls og kjaftfull af átu.Til stendur að vinna síldina í samflök eða svokallaða flapsa og verður hún flutt á Austur-Evrópumarkað.

Sextán þúsund tonna síldarkvóti er enn óveiddur hjá útgerðinni og telur útgerðarstjórinn mjög líklegt að það náist að veiða allan kvótann.

Síldin gengur nú vestar og vestar og stöðugt aukast líkur á vetursetu hennar úti fyrir Norðurlandi.

Útflutningsverðmæti síldaraflans í fyrra var tæpir 10 milljarðar króna og hafði aukist um rúmlega þriðjung frá fyrra ári. Síldin er að mestu leyti unnin til manneldis. Í fyrra voru markaðir fyrir frysta síld ekki eins góðir og árið áður og fór mest af síldinni í mjöl- og lýsisvinnslu. Verð á þeim afurðum var þá í sögulegu hámarki.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.