27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fyrirlestur um nýsköpun í hjúkrun

MARIE Manthey, hjúkrunarfræðingur og heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota flytur erindið: Aftur til framtíðar – nýsköpun í hjúkrun 30. maí kl. 15-16.30 í hátíðasal Háskóla Íslands.
MARIE Manthey, hjúkrunarfræðingur og heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota flytur erindið: Aftur til framtíðar – nýsköpun í hjúkrun 30. maí kl. 15-16.30 í hátíðasal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn

á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði í samvinnu við Landspítala – háskólasjúkrahús.

Í fyrirlestri sínum fjallar Marie Manthey um viðfangsefni stjórnenda og leiðtoga í hjúkrun. Í fyrirlestrinum horfir hún til framtíðar meðal annars í ljósi fortíðar, skoðar þróunina og hvað hefur áunnist. Hún segir að í síbreytilegu umhverfi stjórnandans verði til mikil nýsköpun sem gefi tækifæri til að taka með nýjum hætti á verkefnum dagsins í dag, segir í fréttatilkynningu.

Marie verður ennfremur gestur á vordegi hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 29. maí. 2007

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.