27. maí 2007 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

Ingibjörg Lovísa Sæunn Jónsdóttir

Ingibjörg Lovísa Sæunn Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1966. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 24. apríl síðastliðinn. og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 4. maí.

Elsku Ingibjörg mín.

Þessu er erfitt að kyngja, þú sem varst stálhraust og í blóma lífsins. Þér leið vel í Grundarlandi og hafðir nóg fyrir stafni. Við vorum góðar vinkonur og gerðum margt saman enda miklir nautnaseggir báðar tvær. Best undum við okkur þegar við vorum bara tvær, þá sérstaklega í bíltúrum en þá var mikið hlegið. Skemmtilegast fannst þér að fara í Kringluna og ekki þurfti að snúa upp á handlegginn á mér til þess að láta til leiðast. Einnig fórum við ófáar ferðirnar á kaffihús, í bíó, í sund, í heimsóknir og margt fleira skemmtilegt. Hláturrokur þínar voru svo smitandi og þeim fór fjölgandi hin síðari ár.

Við nutum félagsskaps hvor annarrar og mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín mikið, þá sérstaklega að fá ekki knúsið mitt þegar ég mæti á vaktina, svo fast að ég gat varla andað en samt svo innilegt. Þú varst góð kona, eins og þú sagðir sjálf svo margoft við mig. Hittumst á Café Himnaríki þegar þar að kemur. Þín vinkona,

Drífa (Gilla).

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.