27. maí 2007 | Í dag | 211 orð | 1 mynd

Á fortíðarflakki

ljósvakinn

Það verður að viðurkennast að ljósvaki dagsins hefur afskaplega gaman af vísindaskáldskap og játar slíkt kinnroðalaust fyrir samborgurum sínum sem jafnan horfa á hann furðu lostnir, segja "Ha, þú?
Það verður að viðurkennast að ljósvaki dagsins hefur afskaplega gaman af vísindaskáldskap og játar slíkt kinnroðalaust fyrir samborgurum sínum sem jafnan horfa á hann furðu lostnir, segja "Ha, þú? Það getur ekki verið," um leið og vorkunnarsvipurinn færist yfir andlitið.

Það var því með vissri tilhlökkun sem sest var fyrir framan skjáinn þegar Ríkissjónvarpið sýndi fyrsta þáttinn af Tímaflakki, eða Doctor Who eins og hann heitir á frummálinu – enda um verðlaunaða þáttaröð að ræða. Áhuginn hélst hins vegar ekki lengi, því þó þættirnir séu vissulega vel gerðir og tæknibrellurnar vel unnar þá virðist aðdáun þessa ljósvaka á vísindaskáldskap í sjónvarpi vera þeim annmarka háð að því eldri sem þættirnir eru, því betra.

Þannig skemmti þessi ljósvaki sér hið besta við að fylgjast með endursýningum á gömlum Doctor Who þáttum í Bretlandi um árabil og brosti blítt við ógurlegustu óvinum doktorsins, Darlekunum. Sömuleiðis lyftist jafnan brúnin þegar félagarnir Spock og Kirk kapteinn birtust á skjánum en Star Trek þættir samtímans hreyfa lítið við honum.

Nýtt er bara einfaldlega ekki alltaf betra, líkt og endurgerðir á kvikmyndinni Invasion of the Bodysnatchers eru gott dæmi um, ekki síður en seinni hluti Star Wars myndbálksins. Betri saga og frumstæðar tæknibrellur fortíðar standa einfaldlega bara stundum framar hraða, stíl og tækni samtímans.

Anna Sigríður Einarsdóttir

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.