27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 170 orð

Landsbyggðaráðstefna í Heklusetrinu

HÁLENDI hugans – níunda landsbyggðaráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélags Íslands, í samvinnu við Heklusetrið á Leirubakka í Landsveit, verður haldin 1.-3. júní.
HÁLENDI hugans – níunda landsbyggðaráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélags Íslands, í samvinnu við Heklusetrið á Leirubakka í Landsveit, verður haldin 1.-3. júní.

Ráðstefnan verður að þessu sinni helguð hálendi Íslands og haldin á Leirubakka í Landsveit þar sem allur aðbúnaður á hinu nýju Heklusetri er til fyrirmyndar (sjá www.leirubakki.is). Fjöldi fræðandi fyrirlestra verður í boði og síðasta dag ráðstefnunnar verður opin málstofa um stöðu hálendisins í huga landsmanna í dag. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins, (www.sagnfraedingafelag.net).

Styrkjendur ráðstefnunnar eru N1, menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og fjármálaráðuneyti, Rangárþing ytra, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Bændasamtök Íslands og Heklusetrið á Leirubakka.

Síðastliðin átta ár hafa Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi staðið að fræðaráðstefnu á landsbyggðinni að sumri til. Félögin hafa haft að leiðarljósi að styrkja staðbundnar rannsóknir og miðlun á sviði sagnfræði, þjóðfræði og annarra hug- og félagsvísinda. Ráðstefnunum er þannig bæði ætlað að vekja áhuga fræðimanna á höfuðborgarsvæðinu á einstökum svæðum með því að taka fyrir efni sem eru knýjandi í fræðilegri umræðu og að efla áhuga heima.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.