27. maí 2007 | Bókmenntir | 181 orð | 1 mynd

Afturelding að sjónvarpsþáttaröð

Reykjavik films kaupir kvikmyndaréttindi að bókinni Afturelding

Höfundurinn Viktor Arnar Ingólfsson er á meðal vinsælustu glæpasagnahöfunda landsins.
Höfundurinn Viktor Arnar Ingólfsson er á meðal vinsælustu glæpasagnahöfunda landsins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
REYKJAVÍK Films undirritaði á föstudaginn samning við Viktor Arnar Ingólfsson og Eddu útgáfu um kvikmyndarétt á bókinni Aftureldingu , en til stendur að þróa þáttaröð fyrir sjónvarp úr bókinni sem fjallar um æsilega viðureign lögreglu og raðmorðingja.
REYKJAVÍK Films undirritaði á föstudaginn samning við Viktor Arnar Ingólfsson og Eddu útgáfu um kvikmyndarétt á bókinni Aftureldingu, en til stendur að þróa þáttaröð fyrir sjónvarp úr bókinni sem fjallar um æsilega viðureign lögreglu og raðmorðingja.

Viktor Arnar Ingólfsson er einn vinsælasti spennusagnahöfundur landsins. Fyrsta bók hans, Engin spor, var fyrsta íslenska glæpasagan sem tilnefnd var til norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Flateyjargátan, önnur bók höfundar, fékk sömuleiðis tilnefningu til sömu verðlauna. Hróður Viktors Arnars hefur borist víða og hafa fyrrnefndar bækur allar komið út í Þýskalandi, en Flateyjargátan kemur einnig út í Hollandi í sumar.

Edduverðlaunahafi

Afturelding kom út árið 2005 og hlaut góðar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem hinum almenna lesanda. Meðal annars taldi gagnrýnandi DV, Jakob Bjarnar Grétarsson, það afrek að láta raðmorðingja leika lausum hala í íslensku samfélagi þannig að lesandinn viðurkenndi það.

Reykjavík films er kvikmyndafyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Meðal þess sem fyrirtækið hefur framleitt er Njálssaga, sem hlaut Edduverðlaunin 2004 sem leikið sjónvarpsefni ársins. Reykjavík films framleiddi einnig, ásamt Saga film, kvikmyndina Köld slóð sem frumsýnd var í desember s.l.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.