27. maí 2007 | Innlent - greinar | 274 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Annir Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða við fréttamenn.
Annir Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða við fréttamenn. — Morgunblaðið/Sverrir
» Ég get sagt ykkur í fullum trúnaði að þetta hefur verið frábær dagur. Geir H.
» Ég get sagt ykkur í fullum trúnaði að þetta hefur verið frábær dagur.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sem á miðvikudag var gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota aðeins þremur klukkustundum eftir að annað ráðuneyti hans, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafði tekið við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

» Þetta er bara niðurstaðan sem maður spilar úr.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um skiptingu ráðheraembætta.

» Ég sagði við starfsfólk mitt að ég myndi koma aftur í ráðuneytið, og nú er ég að standa við það.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sem gegndi þessu embætti í sjö ár fram til ársins 1994.

» Verkefnið er að ná sátt í samfélaginu um umhverfismál og ég mun leggja mig alla fram við það.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

» Nú er framundan að efla Framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu gegn hægrisinnaðri nýfrjálshyggjustjórn sem er að taka við völdum.

Jón Sigurðsson er hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni á miðvikudag að segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins eftir níu mánuði í embætti.

» Mín viðhorf eru þekkt.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, spurður hvort stefna flokksins muni breytast nú þegar hann hefur tekið við formennsku.

» Maður verður ekki nauðgari af því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morðingi af því að spila morðleiki.

Svavar Lúthersson, eigandi lénsins torrent.is, hvar nálgast má japanskan tölvuleik þar sem markmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum.

» Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um tölvuleikinn.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.