27. maí 2007 | Minningargreinar | 95 orð | 1 mynd

Hörður Sævaldsson

Hörður Sævaldsson fæddist í Neskaupstað í Norðfirði 7. febrúar 1934. Hann lést 6. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 15. apríl.

Elsku Hörður, ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn og komir ekki aftur. Mér fannst svo gaman að spjalla við þig og það var alltaf gott að vera í návist þinni. Ég fann alltaf fyrir hlýju frá þér og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Guð geymi þig. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir,

Dagný Lind Jakobsdóttir.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.