27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

NATÓ-þing í fyrsta sinn á Íslandi

Fjöldi erlendra gesta verður hátt í þúsund

Helgi Bernódusson
Helgi Bernódusson
"ÞETTA er í fyrsta skiptið sem fundurinn fer fram hér," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ársfund þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, hér á landi dagana 5. til 9. október í haust.
"ÞETTA er í fyrsta skiptið sem fundurinn fer fram hér," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ársfund þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, hér á landi dagana 5. til 9. október í haust.

"Þessi samtök voru stofnuð árið 1955 og eru samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Á þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá 26 aðildarríkjum, auk 59 þingmanna frá 13 aukaaðildarríkjum. Það er búist við að erlendir gestir verði hátt í eitt þúsund í kringum þessa ráðstefnu."

Helgi segir fundinn hluta af þeim skyldum sem Ísland þurfi að axla sem aðildarríki NATÓ, hann verði haldinn í Laugardalshöllinni.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.