William Fall
William Fall
TILKYNNT var um nýjan forstjóra Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka í gær. Við stöðu Friðriks Jóhannssonar tekur William Fall, sem síðast var forstjóri alþjóðasviðs Bank of America, annars stærsta banka heims.

TILKYNNT var um nýjan forstjóra Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka í gær. Við stöðu Friðriks Jóhannssonar tekur William Fall, sem síðast var forstjóri alþjóðasviðs Bank of America, annars stærsta banka heims. Fall er virtur í alþjóðlegum fjármálaheimi en bakgrunnur hans sem slíkur er sérstakur. Hann er menntaður sem dýraskurðlæknir og starfaði við það fag eftir útskrift frá Cambridge-háskólanum í Bretlandi. Fall sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir nokkurra mánaða dvöl í því starfi hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að dýralækningar ættu ekki við hann. Sótti hann um starf hjá fjármálafyrirtækinu Kleinwort Benson árið 1981 og hefur unnið í fjármálaheiminum alla tíð síðan. | 6