19. júní 2007 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Jafnréttisáfanga minnst

Vilhelmína Lever
Vilhelmína Lever
Í TILEFNI þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtalsvert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjarstjórnar verður staðið fyrir gróðursetningu á 25 plöntum í Vilhelmínulundi við Hamra í kvöld.
Í TILEFNI þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtalsvert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjarstjórnar verður staðið fyrir gróðursetningu á 25 plöntum í Vilhelmínulundi við Hamra í kvöld. Fyrir því standa samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar og konur sem virkar voru í Jafnréttishreyfingunni og Kvennaframboðinu.

Vilhelmínulundur er tileinkaður merkiskonunni Vilhelmínu Lever "verslunarborgarinnu" á Akureyri.

Tók þátt í kosningum þrátt fyrir að hafa ekki kosningarétt

Vilhelmína var litrík persóna sem fór alla tíð sínar eigin leiðir. Vilhelmína kaus fyrst íslenskra kvenna á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum og það þrátt fyrir að konur höfðu enn ekki öðlast kosningarétt. Það gerði hún árin 1863 og einnig árið 1866, í skjóli þess að konur væru líka menn, en í lögum var kveðið á um að kosningarétt hefðu "allir fullmyndugir menn". Vilhelmína Lever var líka fyrst íslenskra kvenna til að sækja um og fá lögskilnað árið 1824. Hún átti nokkur hús í innbæ Akureyrar og rak þar verslun.

Dagskráin hefst kl. 17 við minningarskiltið um Vilhelmínu sem er við Hamra ofan Akureyrar. Flutt verða stutt ávörp, plönturnar settar niður og í kjölfarið boðið upp á kaffi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.