28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Vodafonehöll og -völlur eru nær tilbúin á Hlíðarenda

— Hlíðarendi Svona er ráðgert að Vodafonevöllurinn líti út þegar búið verður að leggja gras þar. Stúkan er tengd félagsheimili Valsmanna og Vodafone-höllinni.
Í FYRSTA skipti á Íslandi var í gær undirritaður samningur milli íþróttafélags og fyrirtækis úr atvinnulífinu, þess efnis að íþróttamannvirki félagsins beri nafn fyrirtækisins.
Í FYRSTA skipti á Íslandi var í gær undirritaður samningur milli íþróttafélags og fyrirtækis úr atvinnulífinu, þess efnis að íþróttamannvirki félagsins beri nafn fyrirtækisins. Valsmenn hafa samið við Vodafone á Íslandi og mun heimavöllur Vals því í framtíðinni heita Vodafonevöllurinn Hlíðarenda, og íþróttahúsið mun heita Vodafonehöllin Hlíðarenda.

Aðstaðan á Hlíðarenda er á góðri leið með að verða hin glæsilegasta, en frá árinu 2004, þegar framkvæmdir hófust, hafa Valsarar þurft að æfa og spila víðs vegar um höfuðborgina. Vodafonehöllin verður um 2.200 fermetrar og er búin 1.300 sætum auk þess sem 700 áhorfendur geta staðið. Stúkan við Vodafonevöllinn tekur 1.500 manns og er ráðgert að jafnstór stúka rísi gegnt henni árið 2008. Enn á eftir að fullklára mannvirkin en þau verða formlega vígð 25. ágúst.

Leiðrétting

Sparisjóðsvöllurinn

Það er ekki rétt sem fram kemur í frétt á bls. 4 í blaðinu í gær að knattspyrnuvöllur Vals sé fyrsti völlurinn sem ber heiti fyrirtækis. Íþróttavöllurinn í Sandgerði ber nafn Sparisjóðsins eftir að Knattspyrnufélagið Reynir og Sparisjóðurinn í Keflavík gerðu í vor þriggja ára samstarfssamning.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.