NOVATOR hefur tryggt sér 99,66% af heildarhlutafé Actavis Group og hafa öll skilyrði yfirtökutilboðsins verið uppfyllt . Þetta kemur fram í tilkynningu Novator til kauphallar OMX á Íslandi.

NOVATOR hefur tryggt sér 99,66% af heildarhlutafé Actavis Group og hafa öll skilyrði yfirtökutilboðsins verið uppfyllt . Þetta kemur fram í tilkynningu Novator til kauphallar OMX á Íslandi.

Þeir hluthafar sem samþykktu tilboðið fái greitt í reiðufé og verður greiðsla innt af hendi á morgun, hinn 25. júlí. Actavis verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölunni í dag og ef að líkum lætur verður félagið brátt afskráð.