ÍSLENSKUR hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada. Lauk keppninni í gær eftir úrslitaleik Háskólans í Reykjavík og Háskólans í Kaliforníu (UCLA), sem sigraði fyrir tveimur árum og varð í öðru sæti í fyrra.
ÍSLENSKUR hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada. Lauk keppninni í gær eftir úrslitaleik Háskólans í Reykjavík og Háskólans í Kaliforníu (UCLA), sem sigraði fyrir tveimur árum og varð í öðru sæti í fyrra.

Stanford-háskólinn í Bandaríkjunum stofnaði til keppninnar, AAAI General Game Playing Competition, fyrir þremur árum, en þetta er í fyrsta sinn sem HR tekur þátt. Sigur í keppninni þykir mikill viðurkenning á rannsóknarstarfi viðkomandi háskóla og veitir heimsmeistaratitil. Gervigreindarsetur HR er eina rannsóknarstofnunin á Íslandi sem helgar sig rannsóknum og þróun á gervigreind.