Hinn misskildi Örn Árnason talar fyrir hinn nauðheimska Hómer. Hómer er reyndar afburðagreindur að upplagi, en því miður er vaxlitur fastur milli heila hans og nefs sem gerir það að verkum að gáfur hans fá yfirleitt ekki notið sín.
Hinn misskildi Örn Árnason talar fyrir hinn nauðheimska Hómer. Hómer er reyndar afburðagreindur að upplagi, en því miður er vaxlitur fastur milli heila hans og nefs sem gerir það að verkum að gáfur hans fá yfirleitt ekki notið sín.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á MORGUN verður frumsýnd langþráð mynd um einhverja frægustu fjölskyldu Ameríku, hina einu sönnu Simpsons-fjölskyldu. Kvikmyndin hefur verið fjöldamörg ár í bígerð, enda höfundur karakteranna frægu, Matt Groening, ekki þekktur fyrir að rasa um ráð fram.
Á MORGUN verður frumsýnd langþráð mynd um einhverja frægustu fjölskyldu Ameríku, hina einu sönnu Simpsons-fjölskyldu. Kvikmyndin hefur verið fjöldamörg ár í bígerð, enda höfundur karakteranna frægu, Matt Groening, ekki þekktur fyrir að rasa um ráð fram.

Sem kunnugt er býðst íslenskum bíógestum tækifæri til að heyra Hómer og félaga mæla á hinu ástkæra ylhýra, en auk ensku talsetningarinnar verður íslenskuð útgáfa sýnd í kvikmyndahúsum. Þóttu hlutverk íbúa Springfields sérlega kræsileg og renndi margur leikarinn hýru auga til handritsins. Mikið úrvalslið leikara hreppti svo hnossið, og má á myndunum hér til hliðar skoða líkindi fáeinna þeirra við teiknifígúrurnar sem njóta raddhæfileika þeirra.

Menn milljón radda

Til gamans má geta þess að tiltölulega fáir amerískir leikarar eru í hinu fasta talsetningarliði þáttanna. Kjarninn samanstendur nefnilega af einungis sex leikurum og talar hver þeirra fyrir aragrúa persóna. Til að mynda lánar Dan Castellaneta um það bil tuttugu íbúum Springfield rödd sína (eða öllu heldur hinar óteljandi raddir sínar). Þeirra á meðal eru Hómer, afi, Barney Gumble, trúðurinn Krusty, Willie húsvörður, Guimby borgarstjóri og Itchy mús. Einnig virðist Nancy Cartwright, sú hæfileikaríka leikkona, sérhæfa sig í karlpersónum. Auk þess að smjatta á snuði Möggu litlu þá talar hún fyrir Bart, hrekkjusvínið Nelson, Ralph Wiggum borgarstjóra, Todd Flanders og fleiri mæta menn.