*Íslandsvinurinn Nico Muhly fékk nýlega viðtal við sig í bandaríska tímaritinu The Village Voice. Þar er farið yfir feril tónskáldsins og m.a. nefnd samvinna hans með Björk og Valgeiri Sigurðssyni.
*Íslandsvinurinn Nico Muhly fékk nýlega viðtal við sig í bandaríska tímaritinu The Village Voice.

Þar er farið yfir feril tónskáldsins og m.a. nefnd samvinna hans með Björk og Valgeiri Sigurðssyni.

Undrast er yfir afköstum Muhly en hann er aðeins 26 ára og hefur þegar unnið með stórum nöfnum í tónlistarheiminum, auk þess sem hann er duglegur að semja fyrir ýmsa. T.d. var Brooklyn Youth Chorus að frumflytja verkið "Syllables" eftir hann og í Boston var verið að setja upp nýjasta verk hans "Wish You Were Here".

Íslendingar geta séð Muhly á morgun því þá mun hann leika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg ásamt góðum gestum. Muhly sendi frá sér á síðasta ári geisladiskinn Speaks Volume en tónlist hans má skilgreina sem nýja kammermúsik með rafrænu yfirbragði.