Ilmur Stefánsdóttir
Ilmur Stefánsdóttir
ILMUR Stefánsdóttir myndlistarmaður varpar nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur í áttundu Kvosargöngu sumarsins sem fer fram í kvöld. Ilmur er kunn fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í því sem hún tekur sér fyrir hendur og það gerir hún einnig í þessari göngu.
ILMUR Stefánsdóttir myndlistarmaður varpar nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur í áttundu Kvosargöngu sumarsins sem fer fram í kvöld.

Ilmur er kunn fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í því sem hún tekur sér fyrir hendur og það gerir hún einnig í þessari göngu. Með ýmsum brellum og brögðum mun hún hjálpa göngufólki að skoða og skynja borgina á nýjan og framandi hátt.

Gangan hefst kl. 20 og tekur um klukkustund. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 og er þátttaka ókeypis.