Jens Guð | 25. júlí 2007 Á einhver ritvél? Ritvélar eru ófáanlegar á Íslandi í dag. Ég er búinn að leita að ritvél í tvo daga. Það virðist sem aðeins einn aðili, Kjaran, flytji inn ritvélar. En framleiðandinn er erfiður.
Jens Guð | 25. júlí 2007

Á einhver ritvél?

Ritvélar eru ófáanlegar á Íslandi í dag. Ég er búinn að leita að ritvél í tvo daga. Það virðist sem aðeins einn aðili, Kjaran, flytji inn ritvélar. En framleiðandinn er erfiður. Lætur íslenska stórmarkaðinn sitja á hakanum. Það þarf nefnilega að sérframleiða ritvélarnar fyrir íslenska markaðinn vegna íslensku stafanna. Þegar það er gert eru framleiddar 300 vélar í einu, sem er lágmarkspöntun. Svo margar ritvélar seljast ekki á einu ári hérlendis. Ekki heldur á 2 eða 3 árum.

Það er óvíst hvenær næsta sending verður afgreidd til Kjarans.

Stundum kaupi ég ritvélar í Góða hirðinum á 500 kall stk. En núna hafa ritvélar ekki borist í Góða hirðinn um nokkra hríð.

Mig vantar ritvél. Ef einhver á ritvél sem hann er ekki að nota við bloggið þá er síminn hjá mér 897 1784.

jensgud.blog.is