— Morgunblaðið/Sverrir
MIKILL mannfjöldi var við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann í Hallgrímskirkju í gær en hann varð bráðkvaddur hinn 14. júlí síðastliðinn. Lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.
MIKILL mannfjöldi var við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann í Hallgrímskirkju í gær en hann varð bráðkvaddur hinn 14. júlí síðastliðinn. Lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Verður útför hans gerð frá Flateyrarkirkju á laugardag, 28. júlí.

Einar Oddur var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi og var fyrst kjörinn á þing 1995. Hér er kistan borin úr kirkju en hana báru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallár, Gunnar J. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari.