Skemmtiferðaskipið Saga Ruby lá við ankeri á Prestabugtinni í Skutulsfirði í gær. Skipið er tæp 25 þúsund brúttótonn að stærð og komu með því 650 farþegar sem spóka sig um götur Ísafjarðar, fara í rútuferðir eða með bátum inn í Vigur.
Skemmtiferðaskipið Saga Ruby lá við ankeri á Prestabugtinni í Skutulsfirði í gær. Skipið er tæp 25 þúsund brúttótonn að stærð og komu með því 650 farþegar sem spóka sig um götur Ísafjarðar, fara í rútuferðir eða með bátum inn í Vigur. Þrjú skip eru væntanleg til Ísafjarðar í þessari viku. Europa kemur á föstudag og Princess Danae og Thompson Spirit á laugardag. Þá hafa komið á einni viku 3200 farþegar til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum. Saga Ruby er tólfta skip sumarsins en alls verða þau 26.

Frá þessu var sagt á fréttavefnum bb.is.