Flexifuel Þessi bíll frá Ford gengur fyrir bæði bensíni og etanóli.
Flexifuel Þessi bíll frá Ford gengur fyrir bæði bensíni og etanóli.
MARKAÐSHLUTDEILD etanóls á sænskum eldsneytismarkaði heldur áfram að aukast á kostnað bensíns og dísels.
MARKAÐSHLUTDEILD etanóls á sænskum eldsneytismarkaði heldur áfram að aukast á kostnað bensíns og dísels. Ástæðan er að sögn sænsku eldsneytisstofnunarinnar (SPI) aukið framboð bíla sem gengið geta fyrir etanóli og verð á etanóli, sem er mun lægra en verð á öðrum eldsneytistegundum.

Samkvæmt nýrri skýrslu SPI seldust meira en 10 þúsund rúmmetrar af etanóli í júní og er það í fyrsta skipti frá því að tekið var að selja eldsneytið sem því marki er náð. Salan nú er 71% meiri en í júní á síðasta ári. Sala á dísel dróst saman um 1,4% á milli mánaða og bensínsala um 5,1.