[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu er þessa dagana á keppnisferðalagi í Asíu ásamt liðsfélögum sínum í Portsmouth .
H ermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu er þessa dagana á keppnisferðalagi í Asíu ásamt liðsfélögum sínum í Portsmouth . Hann gaf sér tíma til þess eftir leik gegn Fulham í fyrradag að mæta á æfingu hjá ungum krökkum í Hong Kong og kvaðst í samtali við heimasíðu Portsmouth gera slíkt með glöðu geði. " Þessi mikli fjöldi áhorfenda á leiknum sýndi að áhuginn er að aukast mikið hér. Mér fannst rétt að sýna vilja til að hjálpa enn frekar við það ," sagði Hermann.

K ristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru í byrjunarliði Brann þegar liðið tapaði fyrir Viking 2:0 í norsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ármanni Smári Björnsson kom inn á sem varamaður hjá Brann rétt eins og Hannes Þ. Sigurðsson gerði hjá Viking. Birgir Bjarnason kom ekki við sögu hjá Viking.

Jóhannes Harðarson var í byrjunarliði Start sem tapaði á heimavelli fyrir Haugasund. Jóhannesi var skipt út af á 58. mínútu. Haraldur Guðmundsson lék allan leikinn í vörn Álasunds sem tapaði á útivelli fyrir Lilleström, 1:0. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn hjá Lyn sem sigraði Bodø/Glimt, 1:0.