Virtur Mühe á þýsku kvikmyndaverðlaununum í Berlín í fyrra.
Virtur Mühe á þýsku kvikmyndaverðlaununum í Berlín í fyrra. — Reuters
ÞÝSKI leikarinn Ulrich Mühe, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni The Lives of Others eða Das Leben der Anderen , lést á sunnudaginn, 54 ára að aldri. Banamein hans var magakrabbamein.
ÞÝSKI leikarinn Ulrich Mühe, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni The Lives of Others eða Das Leben der Anderen , lést á sunnudaginn, 54 ára að aldri. Banamein hans var magakrabbamein.

Mühe var þekktur í Þýskalandi, bæði fyrir leik í sjónvarpi og á leiksviði. Þá lék hann í um 30 kvikmyndum um ævina, en varð fyrst almennilega þekktur utan heimalandsins þegar hann var valinn besti leikarinn á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra, fyrir hlutverk sitt í Das Leben der Anderen .

Sama dag og Mühe lést birtist viðtal við hann í þýsku dagblaði þar sem hann greindi frá veikindum sínum.

Þrátt fyrir veikindin fór hann ásamt Florian Henckel, leikstjóra Das Leben der Anderen , til Hollywood í apríl sl. þar sem þeir tóku við Óskarnum fyrir bestu erlendu myndina.

Mühe lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.