Eyþór Arnalds | 25. júlí 2007 Einar Oddur kvaddur Minningarathöfnin um Einar Odd Kristjánsson í Hallgrímskirkju í dag skildi engan mann eftir ósnortinn.
Eyþór Arnalds | 25. júlí 2007

Einar Oddur kvaddur

Minningarathöfnin um Einar Odd Kristjánsson í Hallgrímskirkju í dag skildi engan mann eftir ósnortinn. Mikill mannfjöldi var samankominn til að kveðja mikinn mann og var fullt út úr dyrum þessarar stóru kirkju. Þjóðarsátt var ofarlega í huga allra viðstaddra, enda ekki ómerkur minnisvarði um Einar Odd. Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu félaga sinn sem náði að sameina fólk með eftirminnilegum hætti.

ea.blog.is