VEL sóttir tónleikar Cannibal Corpse í sumar voru fínasta staðfesting á þeirri endureisn sem dauðarokkið hefur verið að ganga í gegnum undanfarin ár.
VEL sóttir tónleikar Cannibal Corpse í sumar voru fínasta staðfesting á þeirri endureisn sem dauðarokkið hefur verið að ganga í gegnum undanfarin ár. Sumar af nýju sveitunum hljóma eins og þær hafi stokkið út úr tímavél á meðan aðrar flétta nýjum og framúrstefnulegum áherslum við dauðarokksgrunninn. Six Feet Under var stofnuð árið 1995, þegar mektarár hins upprunalega dauðarokks voru að baki. Miklar væntingar voru í garð hennar, en söngvarinn var enginn annar en Tim Barnes, upprunalegur söngvari Cannibal Corpse og gítarleikarinn Allen West úr Obituary. Gítarhljómurinn er einkar Obituary-legur (þó að West sé reyndar hættur) og þegar fram í sækir verða lögin fremur einsleit og fyrirsjáanleg, auk þess sem rödd Barnes er nokk þreytandi. Engin skelfing svosem en ekki ýkja merkilegt heldur.

Arnar Eggert Thoroddsen