Kostnaður Brúðkaup þeirra Tom Cruise og Katie Holmes kostaði sitt.
Kostnaður Brúðkaup þeirra Tom Cruise og Katie Holmes kostaði sitt. — Reuters
BRÚÐKAUP fræga og fína fólksins vekja jafnan athygli enda er lítið til sparað. Þegar Tom Cruise og Katie Holmes létu pússa sig saman á síðasta ári var kostnaðurinn um 121 milljón króna. Það er langt frá því að vera dýrasta þotuliðsbrúðkaupið til þessa.
BRÚÐKAUP fræga og fína fólksins vekja jafnan athygli enda er lítið til sparað. Þegar Tom Cruise og Katie Holmes létu pússa sig saman á síðasta ári var kostnaðurinn um 121 milljón króna. Það er langt frá því að vera dýrasta þotuliðsbrúðkaupið til þessa.

Samkvæmt Forbes eru það þau Liza Minelli og David Gest sem eiga þann heiður en brúðkaup þeirra árið 2002 mun hafa kostað um 216 milljónir króna. Sama ár kvæntist Paul McCartney fyrirsætunni Heather Mills og pungaði út 180 milljónum, en hann mun reyndar þurfa að greiða henni mun hærri fjárhæð fyrir skilnaðinn.

Þess ber að geta að í upptalningu Forbes eru ekki talin með brúðkaup kóngafólks og tölurnar eru ekki verðbólguleiðréttar.