"ERTU að hlusta?" spyr Dolores O'Riordan, fyrrverandi söngkona Cranberries, á fyrstu sólóplötu sinni.
"ERTU að hlusta?" spyr Dolores O'Riordan, fyrrverandi söngkona Cranberries, á fyrstu sólóplötu sinni. Þetta hljómar eins og örvæntingarfullt ákall til hlustenda, að þeir gefi henni nú séns, en O'Riordan er búin að vera nokkuð lengi frá sviðsljósinu. Hún er víst orðin fjögurra barna móðir og forgangsröðin vísast orðin önnur en þegar hún leiddi fyrrnefnda sveit, sem var á tímabili ein af vinsælustu hljómsveitum heims. En já, ég er a.m.k. að hlusta er ég skrifa þetta og O'Riordan þarf ekki að hafa neinar stórkostlegar áhyggjur af útkomunni. Tónlistin er temmilega settlegt popprokk, minnir stundum óneitanlega á Cranberries og ætti því vel að gagnast aðdáendum hennar. "Lítil" og hugguleg plata, sem skilar varla heimsyfirráðum, enda var það tæpast tilgangurinn.

Arnar Eggert Thoroddsen