BAUGUR hefur gert landnám í Nýju Jórvík með kaupum sínum á stórum hlut í Saks, einni helstu tuskubúð borgarinnar. Stjórnendum fyrirtækisins gæti reynst erfiðara að næla sér í bílastæði en þau munu vera af verulega skornum skammti.
BAUGUR hefur gert landnám í Nýju Jórvík með kaupum sínum á stórum hlut í Saks, einni helstu tuskubúð borgarinnar. Stjórnendum fyrirtækisins gæti reynst erfiðara að næla sér í bílastæði en þau munu vera af verulega skornum skammti. Þannig greinir CNN Money frá því að gangverðið á fimm nýjum einkabílastæðum sem verið er að útbúa í kjallararými einu á Manhattan-eyju sé um 225 þúsund dalir, um 13,5 milljónir króna.