DROTTNINGUNNI Josh Homme tekst að viðhalda sveit sinni, Queens of the Stone Age, sem einni af framsæknustu harðrokkssveitum samtímans með þessari plötu, Era Vulgaris .
DROTTNINGUNNI Josh Homme tekst að viðhalda sveit sinni, Queens of the Stone Age, sem einni af framsæknustu harðrokkssveitum samtímans með þessari plötu, Era Vulgaris . Þeir sem féllu fyrir sveitinni í kringum Songs for the Deaf verða þó hugsanlega fyrir vonbrigðum, þar sem hárbeittu poppinnsæi þess meistaraverks er skipt út fyrir öllu víraðri, tilraunakenndari nálgun. Fyrsta smáskífulagið, hið frábæra "Sick, Sick, Sick", er t.d. sýrulegið og framvindan toguð og teygð líkt og því hafi verið stillt upp fyrir framan boginn spegil (æ þið vitið, þessir í tívolíunum). Homme er greinilega eitilharður nagli, kýs auðheyranlega ræktarsemi við skáldgáfuna framar vinsældum. Hafi hann kæra þökk fyrir það.

Arnar Eggert Thoroddsen