GENGI hlutabréfa í sænska vinnuvélaframleiðandanum Volvo AB féll umtalsvert þegar viðskipti hófust í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær.
GENGI hlutabréfa í sænska vinnuvélaframleiðandanum Volvo AB féll umtalsvert þegar viðskipti hófust í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær. Ástæðan er sú að afkoma félagsins á fyrri helmingi ársins, sem kynnt var í gærmorgun, er vel undir væntingum markaðsaðila, auk þess sem horfur eru ekki góðar á einum mikilvægasta markaði félagsins, þ.e. í Bandaríkjunum. Ennfremur hefur fall dollars haft erfiðleika í för með sér.

Hagnaður félagsins á tímabilinu nam um 6 milljörðum evra.