<h4>Eplið og eikin</h4>STÚLKAN unga fékk að stýra lyftaranum hjá föður sínum á Ægissíðu og virtist hún hafa mjög gaman af.

Eplið og eikin

STÚLKAN unga fékk að stýra lyftaranum hjá föður sínum á Ægissíðu og virtist hún hafa mjög gaman af. — Morgunblaðið/Sverrir
Rándýr kaffisopi MÉR datt í hug í gær þegar ég var að horfa á stórgóðan sjónvarpsþátt um kaffið að kaffidropinn væri misdýr á Íslandi.

Rándýr kaffisopi

MÉR datt í hug í gær þegar ég var að horfa á stórgóðan sjónvarpsþátt um kaffið að kaffidropinn væri misdýr á Íslandi. Um daginn drakk ég kaffi á tveimur stöðum fyrir austan fjall, í Kaffi Kletti í Reykholti og kaffihúsinu Grænu könnunni í Sólheimum. Pantaði ég mér tvöfaldan espressó á báðum stöðunum. Kaffibollinn á fyrrnefnda staðnum kostaði hvorki meira né minna en 500 kr. en 290 kr. á Grænu könnunni og þar var boðið upp á eðalkaffi frá Kaffitári.

Ég man bara eftir einum stað í Reykjavík þar sem ég borgaði 500 krónur fyrir sams konar kaffi, en það var í kaffiteríunni í Perlunni. Hef ég ekki farið þangað aftur enda hef ég ekki geð í mér til þess að borga fúlgu fyrir hálfan bolla af kaffi.

Guðrún.

Þjórsárvirkjanir

ÞJÓRSÁRVIRKJANIR neðri eru hryðjuverk gegn byggðum landsins. Það er ekki annað hægt en að þakka Stöð 2 fyrir umfjöllun um þessar áætlanir við Þjórsá. Þeir sýndu vel hvað stendur til að gera þarna. Í skoðanakönnun á visir.is var spurt hvort maður væri með eða á móti virkjunum í Þjórsá. 66% voru á móti og 37% með.

Ég lít á þessi áform sem eyðileggingu á byggðum bólum sem eru einsdæmi á Íslandi. Þvílíkar gersemar sem eiga að fara undir vatn eins og landið frá Núpi að Haga. Svo var skýrt frá því að yfir Þverárbrúna verði tveggja metra djúpt vatn. Nú vil ég róttækar aðgerðir, kalla saman fólk í stjórnmálum sem er tilbúið að stöðva þetta.

Ég vil láta leysa upp þing og efna til kosninga um þessi virkjanamál. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera blindaður í þessum málum og vinnur gegn eigin stefnu um einkaframtakið. Meira gæti ég sagt um þetta en það þarf að safna liði og stöðva þessi hryðjuverk.

Árni Björn Guðjónsson.

Ábending

NÚ ER vatnsskortur í Englandi. Getum við Íslendingar ekki hjálpað þeim með ferskt vatn? Við eigum nóg af því.

Geta íslensk stjórnvöld ekki útvegað þeim hluta af okkar ferska vatni?

Ómar.