SETT var met í kauphöll OMX á Íslandi í gær en heildarviðskipti voru nálægt 307 milljörðum. Þar vegur langþyngst salan á bréfum í Actavis upp á tæpan 291 milljarð. Lokagildi úrvalsvísitölu OMX15 var í gær rétt 8.870 stig sem þýðir nær 0,4% lækkun.
SETT var met í kauphöll OMX á Íslandi í gær en heildarviðskipti voru nálægt 307 milljörðum. Þar vegur langþyngst salan á bréfum í Actavis upp á tæpan 291 milljarð.

Lokagildi úrvalsvísitölu OMX15 var í gær rétt 8.870 stig sem þýðir nær 0,4% lækkun. Mesta lækkun innan úrvalsvísitölunnar var á bréfum í Atorku Group um 2,2% og FL Group um rúm 1,3%. Bréf færeysku bankanna, sem eru utan úrvalsvísitölunnar,hækkuðu mest. Eik fór upp um 3,9% og Föroya Bank um 3,3%.

Krónan veiktist lítillega og hafði gengisvísitalan hækkað í 111,3 stig við lokun markaða í gær.