Engar reykingar Johnny Depp í hlutverki Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest, sem Disney framleiddi.
Engar reykingar Johnny Depp í hlutverki Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest, sem Disney framleiddi. — Reuters
WALT Disney-fyrirtækið ákvað í gær að banna með öllu reykingar í þeim kvikmyndum sem það framleiðir, og varð þar með fyrst kvikmyndafyrirtækja í Hollywood til að gera það. Kvikmyndir Disney eiga að höfða til barna og vera fjölskylduvænar.
WALT Disney-fyrirtækið ákvað í gær að banna með öllu reykingar í þeim kvikmyndum sem það framleiðir, og varð þar með fyrst kvikmyndafyrirtækja í Hollywood til að gera það. Kvikmyndir Disney eiga að höfða til barna og vera fjölskylduvænar.

Framkvæmdastjóri Disney, Robert Iger, segir fyrirtækið ætla að setja viðvörunarmiða á DVD-diska með kvikmyndum á vegum fyrirtækja þess sem reykt er í. Bandarísk þingnefnd hefur nú verið skipuð og á að kanna áhrif kvikmynda á börn, m.a. áhrif reykinga í kvikmyndum.

Þá hvetur Disney kvikmyndahús til þess að birta tilkynningar þar sem varað er við áhrifum reykinga.

Formaður nefndarinnar, Edward Markey, segir þetta frumkvæði Disney marka tímamót og hvetur önnur kvikmyndafyrirtæki til að fylgja fordæmi þess.

Fyrirtækin Touchstone og Miramax eru í eigu Disney og framleiða kvikmyndir ætlaðar eldri áhorfendum. Disney hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda þeirra að íhuga bann við reykingum í kvikmyndum framleiddum þar.