Húsavík Þar er margt um að vera í tengslum við Sænska daga.
Húsavík Þar er margt um að vera í tengslum við Sænska daga. — Morgunblaið/RAX
Mikið líf og fjör verður á Húsavík í dag og kvöld í tengslum við Sænska daga. Frá því kl. 6-8 um morguninn og á milli kl. 22-24 verður boðið upp á ferðir í loftbelg við lögreglustöðina. Frá kl.
Mikið líf og fjör verður á Húsavík í dag og kvöld í tengslum við Sænska daga. Frá því kl. 6-8 um morguninn og á milli kl. 22-24 verður boðið upp á ferðir í loftbelg við lögreglustöðina. Frá kl. 9-12 og 13-16 verður boðið upp á siglinganámskeið fyrir börn við Slippinn.

Í grunnskólanum er dúndrandi afróstemning en þar verða námskeið í afrískum dansi og í leik á afríska marimbu.

Á Gamla bauk mun spákonan Ásdís Jónsdóttir skyggnast inn í framtíðina á milli kl. 14 og 19 og frá kl. 16.30 til 21.30 fer fram landnámssigling og grill. Siglt verður vestur yfir Skjálfandaflóa og tekið land í Náttfaravíkum og grillað í boði Norður-Siglingar og Sölkuveitinga.

Um kvöldið fer fram unglingadansleikur fyrir 18 ára og yngri í Salthúsinu og hefst hann kl. 21. Kl. 22 hefst svo mikil harmónikkuveisla á Hafnarstéttinni.