Tónlist Kjartan Már Kjartansson, framkv.stj verslunarsviðs Samkaupa, spilaði á fiðlu með hljómsveit heimamanna á Laugarvatni og Söngkór Miðdalskirkju við vígslu nýja verslunar og þjónusturýmisins á Laugarvatni.
Tónlist Kjartan Már Kjartansson, framkv.stj verslunarsviðs Samkaupa, spilaði á fiðlu með hljómsveit heimamanna á Laugarvatni og Söngkór Miðdalskirkju við vígslu nýja verslunar og þjónusturýmisins á Laugarvatni. — Morgunblaðið/Kári Jónsson
Laugarvatn | Verslun Samkaupa-strax sem staðsett er á Laugarvatni hefur nú verið stækkuð um helming og býður nú einnig uppá grill og pizzur.
Laugarvatn | Verslun Samkaupa-strax sem staðsett er á Laugarvatni hefur nú verið stækkuð um helming og býður nú einnig uppá grill og pizzur. Í tilefni af formlegri opnun nýja húsnæðisins nú á dögunum var íbúum á Laugarvatni og viðskiptavinum boðið til opnunarveislu í versluninni. Þar færði Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Samkaupa peningastyrki til Ungmennafélags Laugdæla og Söngkórs Miðdalskirkju að upphæð 100 þúsund til hvors félags.

Nýtt viðbótarhúsnæði verslunarinnar er 150 fermetrar með aðstöðu fyrir ferðamenn að setjast niður með mat úr grillinu. Markmið Samkaupa með stækkuninni er að bæta vöruvalið og þjónustuna við heimamenn, ferðafólk og sumarbúastaðaeigendur. Þórður Bjarnason er verslunarstjóri á Laugarvatni. Hljómsveit skipuð heimamönnum ásamt Söngkór Miðdalskirkju spilaði og söng fyrir gesti og gangandi í tilefni dagsins.