ATHYGLI vekur að þrátt fyrir að uppgjör Kaupþings banka hf., fyrir annan fjórðung þessa árs hafi verið umfram væntingar greiningaraðila á markaði, lækkaði gengi bréfa félagsins í gær um 0,63% og endaði í 1.265 krónum á hlut.
ATHYGLI vekur að þrátt fyrir að uppgjör Kaupþings banka hf., fyrir annan fjórðung þessa árs hafi verið umfram væntingar greiningaraðila á markaði, lækkaði gengi bréfa félagsins í gær um 0,63% og endaði í 1.265 krónum á hlut.

Mikil viðskipti voru með bréf í Kaupþingi og þegar upp var staðið höfðu bréf fyrir nær sex og hálfan milljarð skipt um hendur.

Kaupþing hagnaðist um tæpa 47 milljarða á fyrri helmingi þessa árs sem er 45% hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. | 2