GREININGARDEILD Landsbankans mælir með því við fjárfesta að þeir minnki eign sína í 365 hf. og undirvogi bréf félagsins í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum.
GREININGARDEILD Landsbankans mælir með því við fjárfesta að þeir minnki eign sína í 365 hf. og undirvogi bréf félagsins í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Fram kemur í Fyrirtækjagreiningu greiningardeildarinnar frá því í gær, að hún telur að 365 hf. hafi rétt úr kútnum "Eftir erfiðleika og tap af rekstrinum undanfarið leggja nýafstaðin sala á Hands Holding-hlutnum, endurfjármögnun og hagræðing í rekstrinum grunn að viðsnúningi. Við teljum þó sýnilegan árangur nauðsynlegan svo almennir fjárfestar öðlist fulla trú á félaginu," segir greiningardeild Landsbankans.