* Á vef Ríkisútvarpsins (Popplands) kemur fram að Rás 2 og Landsbankinn hyggist halda stórtónleika með 10 hljómsveitum á Menningarnótt en engir slíkir tónleikar voru haldnir í fyrra.
* Á vef Ríkisútvarpsins (Popplands) kemur fram að Rás 2 og Landsbankinn hyggist halda stórtónleika með 10 hljómsveitum á Menningarnótt en engir slíkir tónleikar voru haldnir í fyrra. Rás 2 stóð í fyrsta sinn fyrir stórtónleikum á Menningarnótt árið 2003 og þá komu fram á Miðbakkanum í Reykjavík Quarashi, Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn. Hvaða 10 hljómsveitir það verða sem troða upp á Menningarnótt í ár hefur enn ekki verið gefið upp en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins verða þar á meðal Ljótu hálfvitarnir og Megas ásamt Senuþjófunum.