Nicolas Sarkozy og Muammar Gaddafi.
Nicolas Sarkozy og Muammar Gaddafi.
NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, fór til Trípólí í gær til að ræða við Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Þeir undirrituðu m.a. samkomulag um smíði "kjarnakljúfs í Líbýu til að framleiða drykkjarvatn".
NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, fór til Trípólí í gær til að ræða við Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Þeir undirrituðu m.a. samkomulag um smíði "kjarnakljúfs í Líbýu til að framleiða drykkjarvatn".

Sarkozy kvaðst vilja hjálpa Líbýumönnum að sameinast aftur alþjóðasamfélaginu eftir áratuga refsiaðgerðir og einangrun.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði einnig frá því í viðtali í gær að hún vonaðist til þess að geta farið til Líbýu "innan skamms".